PSV fagnaði meistartitli í Hollandi

Alex fagnar marki í leik með PSV.
Alex fagnar marki í leik með PSV. Reuters

PSV er Hollandsmeistari í knattspyrnu en liðið lagði Vitesse 5:1 í lokaumferðinni og er þetta þriðja árið í röð sem PSV verður meistari. Það var gríðarleg spenna í lokaumferðinni en Ajax sigraði Willem II, 2:0, á útivelli en það dugði ekki til þar sem að PSV og Ajax voru bæði með 75 stig en PSV með betra markahlutfall. Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar áttu góða möguleika á meistaratitlinum og sigur gegn Excelsior í lokumferðinni hefði dugað liðinu til þessa að vinna titilinn. Það gekk ekki eftir þar sem að Excelsior vann, 3:2.

Ajax, Alkmaar, Twente og Heerenveen leika á næstu dögum í úrslitakeppni um laust sæti í Meistaradeild Evrópu. Alkmaar leikur þar gegn Twente.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert