HM ekki í S-Afríku

Allur undirbúningur Suður-Afríku fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem á að fara fram þar í landi 2010, er langt á eftir áætlun. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur miklar áhyggjur af framgangi mála og nú þegar hefur verið gerð varaáætlun – að færa mótið.

Endurnýjun tíu knattspyrnuvalla í Suður-Afríku, sem leikirnir á HM eiga að fara fram á, er langt á eftir áætlun. Fimm þjóðir eru tilbúnar að halda heimsmeistarakeppnina, ef ljóst verður að Suður-Afríkumenn geta ekki haldið hana. Það eru Bandaríkin, Japan, England, Mexíkó og Spánn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert