Ajax varð í kvöld hollenskur bikarmeistari í knattspyrnu með því að sigra Grétar Rafn Steinsson og félaga í AZ Alkmaar í framlengdri vítaspyrnukeppni eftir að úrslitaleikurinn í Rotterdam endaði 1:1. Grétar Rafn skoraði í vítaspyrnukeppninni en það dugði ekki til.
Dembele skoraði fyrir Alkmaar strax á 4. mínútu en Klaus Huntelaar jafnaði fyrir Ajax á 50. mínútu. Leikurinn var framlengdur og Alkmaar var manni fleiri í framlengingunni þar sem Gabri hjá Ajax fékk rautt spjald undir lok venjulegs leiktíma. Grétar Rafn lék allan leikinn með Alkmaar.