Fjögurra marka tap gegn Belgum í lokaleiknum

Lúkas Kostic þjálfari íslenska drengjalandsliðsins
Lúkas Kostic þjálfari íslenska drengjalandsliðsins Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ísland tapaði 5:1 gegn Belgíu í lokaleik liðsins í riðlakeppni Evrópumóts drengjalandsliða í knattspyrnu í Belgíu. Staðan var jöfn í hálfleik, 1:1, en í síðari hálfleik náðu heimamenn að skora fjögur mörk til vibótar. De Pauw skoraði á 48. mínútu, á 55. mínútu bætti Benteke þriðja marki Belga við. Ringot skoraði fjórða markið á 58. mínútu og fimmta markið kom eftir vítaspyrnu á 68. mínútu en þar var á ferð Kis sem skoraði einnig fyrsta mark Belga á 15. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark Íslands á 18. mínútu en íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

„Við fengum á okkur frekar ódýr mörk í síðari hálfleik en strákarnir hafa gert sitt besta á þessu móti og við getum verið stoltir af því að vera eitt af 8-bestu liðum Evrópu í þessum aldursflokki,“ sagði Freyr Sverrisson aðstoðarþjálfari liðsins.

„Það sem við þurfum að bæta hjá okkar strákum er að auka hraðann í þeirra aðgerðum í sókn og vörn. Við sáum á þessu móti hve gríðarlega mikill hraði er hjá bestu liðunum og við þurfum að setjast yfir þetta þegar heim er komið og reyna finna leiðir til þess að bæta leik okkar enn frekar,“ bætti Freyr við.

Spánn, Frakkland, England og Belgía leik í undanúrslitum en Holland og Þýskalandi mætast í leik um 5. sætið sem gefur sæti á HM í S-Kóreu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert