England sigraði Ísland 4:0 í Southend

England sigraði Ísland, 4:0, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór á Roots Hall í Southend í kvöld. Rachel Yankey skoraði á 24. mínútu og Katie Chapman bætti öðru við á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Kelly Smith bætti við marki á 65. mínútu og tveimur mínútum síðar fékk hún tækifæri til gera fjórða markið en þá varði Þóra Björg Helgadóttir vítaspyrnu frá henni. Chapman skoraði síðan, 4:0, á 70. mínútu og þar við sat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert