Grindavík og Fjarðabyggð efst í 1. deild

Önnur umferð 1. deildar karla í knattspyrnu var leikin í kvöld og að henni lokinni eru Grindavík og Fjarðabyggð á toppnum með 6 stig hvort en Víkingur frá Ólafsvík og Fjölnir eru án stiga á botninum.

Fjarðabyggð vann góðan útisigur á Fjölni í Grafarvogi, 1:0, þar sem Andri Valur Ívarsson skoraði sigurmarkið.

Grindavík sigraði Leikni R., 2:0, í Grindavík með mörkum frá Guðmundi Andra Bjarnasyni og Scott Ramsay.

Þór vann Víking frá Ólafsvík 2:1 í Boganum á Akureyri. Lárus Orri Sigurðsson og Ármann Pétur Ævarsson skoruðu fyrir Þór en Jón Pétur Pétursson fyrir Ólsara.

Reynir úr Sandgerði náði óvæntu jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, 1:1. Hafsteinn Rúnarsson kom Reyni yfir en Páll Hjarðar jafnaði fyrir ÍBV.

Njarðvík og KA skildu jöfn, 1:1. Hjalti Már Hauksson kom KA yfir en Alfreð Jóhannsson jafnaði fyrir Njarðvík.

Þróttur R. og Stjarnan skildu jöfn, 1:1. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir en Haukur Páll Sigurðsson jafnaði fyrir Þrótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert