Eiður í leikmannahópi Barcelona

Leikmenn Barcelona á æfingu á Nou Camp. Eiður er lengst …
Leikmenn Barcelona á æfingu á Nou Camp. Eiður er lengst til hægri.

Eiður Smári Guðjohnsen er í 18 manna hópi Barcelona sem Frank Rijkaard þjálfari liðsins teflir fram í leiknum gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni sem fram fer á Nou Camp annað kvöld. Börsungar eiga harma að hefna því Getafe burstaði Barcelona í undanúrslitum bikarkeppninnar og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum gegn Sevilla.

Saviola, Sylvinho and Ezquerro voru ekki valdir í hópinn og þá er Rafael Márquez á sjúkralistanum.

Þegar þrjár umferðir eru eftir eiga fjögur lið möguleika á titlinum. Real Madrid og Barcelona hafa bæði 69 stig, Sevilla 67 og Valencia 65 en verði Real Madrid og Barcelona eftir lokaumferðina tryggir Madridarliðið sér titilinn þar sem liðið hafði betur í innbyrðisviðureignum.

Leikirnir sem toppliðin tvö eiga eftir eru:
Real Madrid: Deportivo (h), Zaragoza (ú), Mallorca (h).

Barcelona: Getafe (h), Espanyol (h), Gimnastic (ú).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert