Strákarnir töpuðu fyrir Spánverjum

Ísland tapaði fyrir Spáni, 2:3, í fyrsta leiknum í milliriðli Evrópukeppninnar hjá U19 ára landsliðum pilta sem fram fór í Halden í Noregi í dag. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir á 22. mínútu og staðan var 1:0 fram í síðari hálfleik. Spánverjar, sem eru handhafar Evrópumeistaratitilsins í þessum aldursflokki, náðu þá að skora þrívegis og tryggja sér sigurinn en Bjarni Þór Viðarsson minnkaði muninn rétt fyrir leikslok. Tveir íslensku leikmannanna, Rúrik Gíslason og Halldór Kristinn Halldórsson, fengu rauða spjaldið í leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert