Ítalir unnu nauman sigur í Færeyjum

Filippo Inzaghi skoraði tvívegis fyrir Ítali gegn Færeyingum og hér …
Filippo Inzaghi skoraði tvívegis fyrir Ítali gegn Færeyingum og hér reynir Jón Rói Jacobsen að stöðva hann í leiknum. Reuters

Heimsmeistarar Ítala mörðu sigur á Færeyingum, 2:1, í Þórshöfn í kvöld en leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Filippo Inzaghi kom Ítölum í 2:0 með tveimur mörkum en Rógvi Jacobsen, fyrrum leikmaður KR, minnkaði muninn fyrir Færeyinga með hörkuskalla.

Mario Gomez skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja sem unnu auðveldan sigur á San Marino, 6:0.

Spánverjar lögðu Letta, 2:0, á útivelli í riðli Íslands. Lettar skoruðu sjálfsmark í fyrri hálfleik og Xavi innsiglaði sigurinn í þeim síðari.

Varamaðurinn Adnan Custovic tryggði Bosníumönnum nokkuð óvæntan sigur á Tyrkjum í Sarajevo, 3:2, með marki einni mínútu fyrir leikslok.

Nani og Helder Postiga skoruðu fyrir Portúgali sem unnu góðan útisigur á Belgum, 2:1.

Norðmenn unnu auðveldan sigur á Möltu, 4:0, þar sem Kristofer Hæstad, Thorstein Helstad, Steffen Iversen og John Arne Riise skoruðu mörkin.

Frakkar sigruðu Úkraínumenn, 2:0, í París þar sem Franck Ribery og Nicolas Anelka skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Alexander Kerzhakov skoraði þrennu fyrir Rússa sem unnu Andorra, 4:0.

Heildarúrslit dagsins:
A: Kasakstsan - Armenía 1:2
A: Aserbaídsjan - Pólland 1:3
A: Finnland - Serbía 0:2
A: Belgía - Portúgal 1:2
B: Litháen - Georgía 1:0
B: Færeyjar - Ítalía 1:2
B: Frakkland - Úkraína 2:0
C: Bosnía - Tyrkland 3:2
C: Noregur - Malta 4:0
C: Grikkland - Ungverjaland 2:0
D: Wales - Tékkland 0:0
D: Þýskaland - San Marino 6:0
E: Rússland - Andorra 4:0
E: Makedónía - Ísrael 1:2
E: Eistland - Króatía 0:1
F: Ísland - Liechtenstein 1:1
F: Danmörk - Svíþjóð 0:3 (3:3)
F: Lettland - Spánn 0:2
G: Hvíta-Rússland - Búlgaría 0:2
G: Albanía - Lúxemborg 2:0
G: Slóvenía - Rúmenía 1:2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert