Matthías í byrjunarliðinu gegn Liechtenstein

Matthías Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í dag.
Matthías Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í dag. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Matthías Guðmundsson, kantmaðurinn eldfljóti úr FH, er í byrjunarliði Íslands í fyrsta skipti í dag en Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 16.00.

Matthías hefur aðeins leikið einn A-landsleik, sem varamaður. Nýliðinn Theódór Elmar Bjarnason er í 18 manna hópnum í dag en hinir tveir nýliðarnir í 20 manna hópi Eyjólfs Sverrissonar, þeir Ragnar Sigurðsson og Gunnar Kristjánsson, hvíla að þessu sinni.

Liðið er þannig skipað: Árni Gautur Arason - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Gunnar Þór Gunnarsson - Matthías Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Stefán Gíslason, Emil Hallfreðsson - Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði, Veigar Páll Gunnarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert