UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur komist að niðurstöðu um úrslit í leik Dana og Svía síðastliðinn laugardag. Ákveðið var að dæma Svíum 3:0 sigur og að Danir skildu sæta sekt að upphæð 100.000 svissneskra franka, sem jafngildir um 5,1 milljón íslenskra króna. Einnig verða Danir að leika næstu 4 heimaleiki sína, þeirra á meðal leik við Íslendinga, í meira en 250 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Fyrsti leikurinn af þessum fjórum verður spilaður fyrir luktum dyrum.
Staðan í leiknum á laugardaginn var 3-3 þegar dönsk fótboltabulla hljóp inn á völlinn og réðist að dómaranum, sem í kjölfarið flautaði leikinn af. Danski varnarmaðurinn Christian Poulsen, sem hóf atburðarásina á laugardagskvöldið þegar hann kýldi í maga sænsks framherja, fékk þriggja leikja bann og missir því af seinni leik Dana gegn Svíum og leik við Lichtenstein, auk þess sem hann spilaði ekki gegn Lettum á miðvikudagskvöld.
Eftir þessi úrslit eru Svíar orðnir efstir í riðlinum með 18 stig en Danir eru í 4. með 10 stig og leik til góða. Staðan í riðlinum