Teitur Þórðarson orðaður við Motherwell

Teitur Þórðarson
Teitur Þórðarson Ómar Óskarsson

Teitur Þórðarson, þjálfari KR-liðsins, er einn af þeim mönnum sem hafa verið nefndir sem næsti knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell. Nafn Teits kom fram í sviðsljósið í Skotlandi í gær og þá hefur Mark McGhee, fyrrverandi leikmaður með Aberdeen og Celtic, einnig verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Maurice Malpas, sem lét af störfum í síðustu viku.

Teitur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að skoska félagið hefði ekki sett sig í samband við sig. Hann hafði þó heyrt því fleygt að sitt nafn væri í umræðunni: ,,Það var einhver umboðsmaður að tala um þetta í Noregi. Það er svo sem ósköp ánægjulegt að vera nefndur í þessu samhengi, en ég er þjálfari KR og hef engar áætlanir um annað."

McGhee er fyrrverandi knattspyrnustjóri Reading, Wolves og Leicester. "Ég neita því ekki að ég hef áhuga á starfinu," sagði McGhee í spjalli við skoska blaðið Glasgow Evening Times í gær. "Ég er í sumarfríi í Barcelona og hef ekkert heyrt frá forráðamönnum liðsins. Vonandi fæ ég kall frá þeim," sagði McGhee.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert