Eiður Smári til sölu

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen er einn átta leikmanna sem Barcelona ætlar að selja í sumar að því er fram kemur í spænska blaðinu Dario Sport.

Leikmennirnir sem Börsungar ætla að setja á sölulistann samkvæmt blaðinu eru Eiður Smári, Spánverjinn Santiago Ezquerro, Brasilíumaðurinn Thiago Motta, Hollendingurinn Giovani van Bronckhorst, Mexíkóinn Rafael Marquez, Brasilíumennirnir Sylvinho og Edmilson og Frakkinn Lilian Thuram.

Þegar einni umferð er ólokið í spænsku 1. deildinni eru Real Madrid og Barcelona efst með 73 stig en Madrídarliðið stendur betur að vígi vegna innbyrðis viðureigna liðanna. Í lokaumferðinni sem fram fer á sunnudaginn tekur Real Madrid á móti Mallorca, sem er í 12. sæti, en Barcelona sækir Gimnatic heim, sem er þegar fallið í 2. deild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert