Stjarnan lagði lið Fjarðabyggðar að velli, 2:0, á Eskifirði í 1. deild karla í knattspyrnu í dag og þetta var fyrsta tap nýliðanna af Austurlandi á þessu keppnistímabili. ÍBV sigraði KA, 1:0, í Vestmannaeyjum.
Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar á Eskifirði, á 7. og 70. mínútu.
Bandaríkjamaðurinn Jonah Long tryggði ÍBV sigur á KA með marki á 77. mínútu og Eyjamenn eru enn taplausir í deildinni.
Eftir þessa leiki er Grindavík með 16 stig á toppnum, Þróttur R., Þór og Fjarðabyggð eru með 10 stig hvert, ÍBV 9, Stjarnan 8 og Fjölnir 7 stig. Fyrir neðan eru síðan KA með 5 stig, Leiknir R. með 4, Reynir S. með 4, Njarðvík 3 og Víkingur Ó. með 1 stig.