Óbreyttur hópur Íslands gegn Serbíu

Sigurmarki Margrétar Láru Viðarsdóttur gegn Frökkum fagnað. Nú eru það …
Sigurmarki Margrétar Láru Viðarsdóttur gegn Frökkum fagnað. Nú eru það Serbar sem mæta í Laugardalinn annað kvöld. Morgunblaðið/Árni Torfason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti í dag endanlegan 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld kl. 21.15. Það er óbreyttur hópur frá sigurleiknum gegn Frökkum en Sigurður Ragnar sagði á blaðamannafundi í hádeginu að byrjunarliðið yrði ekki endilega það sama.

„Ég vel liðið miðað við það verkefni sem liggur fyrir hverju sinni og þó við höfum unnið Frakkana erum við að fara í öðruvísi leik gegn Serbum og þá kann að vera að aðrir leikmenn henti betur," sagði Sigurður Ragnar.

Hópurinn er þannig skipaður:

Þóra Björg Helgadóttir, Anderlecht
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val
Ásthildur Helgadóttir, LdB Malmö
Katrín Jónsdóttir, Val
Edda Garðarsdóttir, KR
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Breiðabliki
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Dóra María Lárusdóttir, Val
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Dóra Stefánsdóttir, LdB Malmö
Erla Steina Arnardóttir, Jersey Sky Blue
Ásta Árnadóttir, Val
Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki
Ólína G. Viðarsdóttir, KR
Guðný B. Óðinsdóttir, Val
Katrín Ómarsdóttir, KR
Sif Atladóttir, Val
Guðný P. Þórðardóttir, Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert