Íslandsmeistarar FH-inga voru rétt í þessu að dragast gegn færeysku meisturunum HB Þórshöfn í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er á heimavelli FH 17. eða 18. júlí en liðin mætast síðan í Færeyjum 24. eða 25. júlí. Takist FH að komast áfram í næstu umferð mætir það annaðhvort Apoel frá Kýpur eða Bate frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð.
Þegar 14 umferðum er lokið í færeysku deildinni er HB í fjórða sæti með 23 stig, átta stigum á eftir NSI Runavik sem er í efsta sæti. Með liðinu leikur til að mynda Rógvi Jacobsen sem lék með KR-ingum á síðustu leiktíð.
FH og HB áttust við Atlantic-bikarnum árið 2005 þar sem Íslandsmeistararnir og Færeyjarmeistararnir mætast. Þar höfðu FH-ingar betur, 4:1. Liðin áttu svo að mætast öðru sinni um bikarinn í mars síðastliðinn en honum var frestað og nú er spurnir hvort forráðamenn félaganna slá ekki tvær flugur í einu höggi og geri út um Atlantic-bikarinn með leikjunum í forkeppni Meistaradeildarinnar.