gunnhildur@mbl.is
Margrét Lára hefur nóg að gera í sumar. Auk þess að æfa og spila með Val og landsliðinu er hún ein af ritstjórum heimasíðunnar fótbolti.net. Nú hefur hún tekið að sér að heimsækja íþróttafélög um allt land og halda námskeið þar sem hún fræðir og hvetur stelpur sem vilja feta í fótspor hennar.
Það er ekki langt síðan hún var sjálf unglingsstelpa í Vestmannaeyjum. Þegar hún er spurð að því hvers konar hvatningu hún hefði sjálf viljað fá þegar hún var yngri, er eitt atriði sem kemur strax upp í hugann.
„Ég hefði fyrst og fremst viljað sjá landsliðið mitt í sjónvarpinu, það var ekki einu sinni í boði fyrir sjö árum. Þetta hefur breyst hratt. Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá hafði ég ekki miklar upplýsingar um landsliðskonur úr fjölmiðlum og þá gat ég ekki farið á netið og fengið upplýsingar um leiki hjá þeim. Krakkar í dag eru miklu betur upplýstir um þetta allt saman," segir Margrét Lára.
„Ég hefði viljað vita á þessum aldri hve margt var í boði fyrir mig og hvað ég gæti náð langt."
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.