Valur og KR skildu jöfn

Margrét Lára Viðarsdóttir í reynir að leika á tvo leikmenn …
Margrét Lára Viðarsdóttir í reynir að leika á tvo leikmenn KR á Valbjarnarvelli í kvöld. Golli

Valur og KR gerðu 1:1 stórmeistarajafntefli í toppslag Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í kvöld. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir á 14. mínútu með góðu skoti en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði fyrir Íslandsmeistarana á 63. mínútu með marki beint úr hornspyrnu.

Í Keflavík höðfu heimakonur betur gegn Fylki, 2:1, Björg Ásta Þórðardóttir og Danka Podovac gerðu mörkin fyrir Keflavík en Anna Björg Björnsdóttir mark Fylkis.

Valur og KR hafa 19 stig hvort eftir sjö leiki, Keflavík hefur 12 stig í þriðja sæti og Fjölnir 11 í fjórða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert