Flautað til leiks á EM

Úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu stúlkna, 19 ára og yngri, hefst í Reykjavík í dag með fjórum leikjum. Formlegur setningarleikur þess, á milli Íslands og Noregs, fer fram á Laugardalsvelli kl. 19.15 en þá verður þegar þremur viðureignum lokið. Auk Íslands og Noregs taka landslið Danmerkur, Þýskalands, Spánar, Frakklands, Póllands og Englands þátt í keppninni. Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum og verður íslenska landsliðið í riðli með þýska og danska landsliðinu auk þess norska.

Mótið stendur yfir í hálfa aðra viku en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli sunnudaginn 29. júlí. Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni heimsmeistaramóts 20 ára landsliða sem fram fer um áramótin 2008/2009 auk þess sem sigurþjóðin hampar sigurlaunum Evrópumótsins.

Um er að ræða stærsta alþjóðlega verkefni sem Knattspyrnusamband Íslands hefur tekist á hendur á þeim 60 árum sem það hefur starfað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert