Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað í dag að sekta knattspyrnudeild Fjölnis vegna kynþáttafordóma sem stuðningsmenn liðsins höfðu uppi, gagnvart leikmanni ÍBV, í leik liðanna í 1. deild karla á mánudaginn. Í frétt á vef KSÍ segir meðal annars að um "gróf köll að leikmönnum ÍBV og dómurum leiksins" hafi verið að ræða. Fjölnir er sektað er um 30 þúsund krónur en því til rökstuðnings er vísað til 13. greinar reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Ennfremur minnir nefndin á að endurtaki slík brot sig geti það haft heimaleikjabann í för með sér.