Keflavík lagði Midtjylland 3:2

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. mbl.is

Keflavík og danska liðið Midtjylland áttust við í 1. umferð forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu á Keflavíkurvelli í kvöld. Keflavík hafði betur 3:2 en það var danska liðið sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Jónas Guðni Sævarsson og Kenneth Gustavsson komu báðir við sögu í leiknum en þeir hafa verið lengi fjarverandi hjá Keflavík vegna meiðsla.

0:1 (9. mín.) Sergey Datu skorar beint úr aukaspyrnu á 9. mínútu.

0:2 (20. mín.) Afriyle Kolja, hægri bakvörður danska liðsins. Afriyle óð upp hægri kantinn, lék á tvo leikmenn Keflavíkur, og skoraði með góðu skoti.

1:2 (27. mín.) Guðmundur Steinarsson skorar fyrir Keflavík á 27. mínútu. Hann tók vítaspyrnu, markvörðurinn varði skotið, Guðmundur náði frákastinu og skoraði af stuttu færi.

2:2 (36. mín.) Þórarinn Kristjánsson jafnar fyrir Keflavík á 36. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Símun Samuelsen.

3:2 (57. mín.) Símun Samuelsen skorar með þrumufleyg af um 25 metra færi. Boltinn hafnaði í samskeytunum og Keflavík er komið yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert