KR og sænska liðið Häcken áttust við í 1. umferð forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu í kvöld í Gautaborg. Liðin skildu jöfn, 1:1 Mats Hedén kom sænska liðinu yfir á 10. mínútu. Guðmundur Pétursson jafnaði fyrir KR á 63. mínútu.Síðari leikurinn fer fram í Frostaskjóli 2. ágúst.
Samkvæmt lýsingu frá leiknum í KR-útvarpinu var KR liðið mun sterkari aðilinn í leiknum og fengu leikmenn KR fín færi til þess að bæta við mörkum.
Lið KR var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Eggert Rafn Einarsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Gunnlaugur Jónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Skúli Jón Friðgeirsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Ásgeir Örn Ólafsson, Sigmundur Kristjánsson - Rúnar Kristinsson - Guðmundur Pétursson.
Ari Freyr Skúlason fyrrum leikmaður Vals var í byrjunarliði Häcken.