Eiður Smári ekki með Barcelona til Asíu

Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur á hné.
Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur á hné. Reuters

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen glímir enn við meiðsli á hné og mun ekki fara með Barcelona-liðinu í keppnisferðalag til Asíu á fimmtudag. Meiðslin hafa fylgt Eiði frá lokum síðasta keppnistímabils, og hann hefur þegar misst af sex daga keppnisferðalagi til Skotlands.

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, og Brasilíumaðurinn Edmilson munu sömuleiðis missa af ferðinni vegna meiðsla. Þá eru þeir Lionel Messi, Gabriel Milito og Rafael Marquez allir í fríi eftir að hafa tekið þátt í Ameríku-keppninni fyrir skömmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert