KR er úr leik í UEFA-keppninni í knattspyrnu eftir 1:0-tap á heimavelli gegn sænska liðinu Häcken. Svíarnir skoruðu sigurmarkið á 83. mínútu en fyrri leikurinn endaði 1:1 í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Loga Ólafssonar sem tók við þjálfun KR liðsins s.l. mánudag. Fylgst var með gangi mála í leiknum í textalýsingu á mbl.is.
90 mín. Leiknum er lokið, KR er úr leik eftir 1:0 tap á heimavelli.
88. mín. Varnarmaðurinn Eggert Rafn Einarsson fer af velli og framherjinn Guðmundur Pétursson kemur inná.
0:1 (83. mín) Stefán Logi Magnússon kemur út í vítateiginn og ætlar að kýla boltann frá marki. Paulo Oliviera kemst inn í fyrirgjöfina og skallar boltann í markið. Oliviera fékk þungt högg eftir samstuð við Stefán Loga og hefur hann legið á vellinum í nokkurn tíma á meðan læknir sænska liðsins kannar ástand hans. .
77. mín. Óskar Örn Hauksson fær fínt færi en er of seinn að skjóta áður. Varnarmaður kemst fyrir skotið. Björgólfur Takefusa á síðan skot frá markteig úr erfiðri stöðu og boltinn fer yfir.
74. mín. Grétar Ólafur Hjartarson á skot framhjá, sóknarþungi KR er að aukast.
73. mín. Rúnar Kristinsson á gott skot sem fer rétt yfir markið.
68. mín. Bjarnólfur Lárusson fer af leikvelli og Grétar Ólafur Hjartarson kemur inn á í hans stað.
65. mín. KR-ingum gengur illa að halda boltanum í sínum röðum og Häcken er mun líklegra til þess að skora.
60. mín. Stórsókn hjá Häcken, Stefán Logi ver gott skot, og upp úr hornspyrnunni skallaði einn leikmanna sænska liðsins að marki en Óskar Örn skallar boltann af marklínu.
52. mín. Óskar Örn Hauksson átti frábæra rispu þar sem hann lék vörn sænska liðsins grátt áður en hann skaut að marki. Markvörðurinn varði vel en Óskar fékk boltann á eigin vallarhelmingi og lék á nokkra varnarmenn Häcken.
46. mín. Síðari hálfleik er byrjaður. Logi Ólafsson gerði eina breytingu á KR-liðinu í hálfleik. Sigþór Júlíusson kom inná í staðinn fyrir Guðmund Reyni Gunnarsson.
45. mín. Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 0:0.
44. mín. Gunnlaugur Jónsson skallar að marki eftir hornspyrnu en Marcus Jarlegren bjargaði á marklínu. Besta færi KR í leiknum.
43. mín. Vinstri bakvörður Häcken, Marcus Jarlegren, á þrumuskot að marki en boltinn fór rétt framhjá.
40. mín. Björgólfur Takefusa á gott skot að marki sem markvörðurinn varði.
37. mín. Jose Antonio Periera fær gult spjald fyrir að óska eftir því við dómarann að dæma aukaspyrnu og gult spjald á KR.
30. mín. Ari Freyr Skúlason tekur aukaspyrnu rétt utan við vítateiginn fyrir Häcken og Stefán Logi þarf að hafa fyrir því að verja skotið. Sænska liðið er mun betri aðilinn í leiknum.
28. mín. Dioh Williams fær gult spjald fyrir brot.
24. mín. Óskar Örn Hauksson leikur á varnarmann og skýtur föstu skoti að marki Häcken. Markvörðurinn varði skotið en það munaði litlu að KR kæmist yfir.
22. mín. Stefán Logi Magnússon markvörður ver fast langskot frá Jose Antonio Periera. Vel gert hjá Stefáni.
20. mín. Stuðningsmenn KR vilja fá dæmda vítaspynu þegar Sigmundur Kristjánsson virðist vera felldur í vítateignum.
13. mín. Häcken er meira með boltann og framherji liðsins Dioh Williams skýtur framhjá úr fínu færi. Vörn KR svaf þar á verðinum. 7. mín. Bjarnólfur Lárusson fær gult spjald fyrir brot.
Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon – Eggert Rafn Einarsson, Gunnlaugur Jónsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson – Sigmundur Kristjánsson, Kristinn Magnússon, Bjarnólfur Lárusson, Rúnar Kristinsson, Óskar Örn Hauksson – Björgólfur Takefusa.
Ari Freyr Skúlason er í byrjunarliði Häcken en hann leikur á vinstri kantinum