Bayern vill fá Hólmar til reynslu

Þýska stórliðið Bayern München hefur óskað eftir því að fá Hólmar Örn Eyjólfsson, knattspyrnumanninn unga úr HK, til sín til reynslu. Stefnt er að því að Hólmar fari til þýska félagsins og æfi með því þegar keppnistímabilinu lýkur hér heima en hann hefur átt sæti í liði HK í úrvalsdeildinni og verið í byrjunarliði þess í sjö af ellefu leikjum í deildinni í sumar.

Hólmar, sem verður 17 ára á mánudaginn kemur, hefur einmitt dvalið í Þýskalandi þessa vikuna, við æfingar hjá öðru þýsku 1. deildarliði, Herthu Berlín, en hann er væntanlegur aftur heim í dag. Þar lék hann heilan leik með byrjunarliði félagsins í sigurleik gegn Dynamo Berlín, 1:0, á þriðjudaginn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fylgdust útsendararar Bayern München með Hólmari þegar hann lék með íslenska drengjalandsliðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins í vor en hann var þar í lykilhlutverki í varnarleik Íslands, sem miðvörður. Hann hefur hinsvegar leikið sem varnartengiliður með liði HK í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert