Eggert maður leiksins hjá Hearts

Hinn tæplega 19 ára gamli Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, spilaði allan leikinn á miðjunni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Aberdeen á útivelli í annarri umferð skosku úrvalsdeildarinnar í dag. Eggert var maður leiksins að mati opinberrar heimasíðu Hearts, þar sem farið er fögrum orðum um kappann.

Þetta var fyrsti leikur Eggerts í byrjunarliði hjá Hearts en hann kom inn á sem varamaður í síðasta leik þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Hibernian á útivelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert