Barcelona hafnaði 60 milljón evra boði í Ronaldinho

Ronaldinho fer ekki til AC Milan, samkvæmt bróður hans.
Ronaldinho fer ekki til AC Milan, samkvæmt bróður hans. Reuters

Spænska félagið Barcelona hafnaði 60 milljón evra, eða um 5,4 milljarða króna, tilboði AC Milan í brasilíska knattspyrnusnillinginn Ronaldinho. Þetta segir allavega umboðsmaðurinn og bróðir hans, Roberto Assis, við ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport í dag.

Assis segir að Barcelona vilji halda Ronaldinho á Camp Nou ferilinn á enda en núgildandi samningur hans við félagið er til ársins 2010. Assis sagði að þegar væri búið að uppfæra samning bróður síns fjórum sinnum og frekari viðræður um framlengingu væru í bígerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert