„Ég er mjög ánægður með dráttinn. Ég er í sjálfu sér ánægður með hvað sem er í sjálfu sér og ef hægt er að tala um draumadrátt í þessum efnum þá erum það sjálfsagt við,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis sem dróst á móti nágrönnum sínum í Árbænum, Fylki, í undanúrslitum bikarsins.
„Fyrir okkur er þetta allt jafn erfitt enda allt sterk lið sem voru í pottinum og ef við skoðum þá leiki sem við höfum spilað við Fylkismenn í deildabikar og öðru þá skora þeir fimm til sex mörk á móti okkur og við þurfum því svo sannarlega að spýta í lófana og skora meira en þeir. Þetta verður vonandi bara gaman og í raun ævintýri fyrir okkur auk þess sem þetta verður mikil reynsla bæði fyrir félagið og strákana,“ sagði Ásmundur.