Ostaskeri eyðilagði Íslandsför

Lars Hirschfeld, landsliðsmarkvörður Kanada í knattspyrnu, getur ekki spilað gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur eftir að hafa lent í óvenjulegu óhappi heima hjá sér. Hirschfeld, sem er markvörður norska meistaraliðsins Rosenborg, var að skera ost þegar ostaskerinn rann til og sneiddi ofan af þumalfingri hans. Sjúkraþjálfari Rosenborg staðfesti þetta í gær og sagði að Hirschfeld þyrfti að taka sér hvíld um sinn en hann hefði þurfti að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka