Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Þórsarar unnu 1:0 sigur á Fjarðabyggð með marki Hreins Hringssonar á 62. mínútu. Austfirðingar drógust þar með talsvert aftur úr í baráttunni um 3. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Landsbankadeildinni að ári, því Fjölnismenn kjöldrógu KA í Grafarvoginum, 4:0. Davíð Þór Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni, og þeir Pétur Georg Markan og Atli Viðar Björnsson sitt markið hvor.
Pétur Georg kom Fjölni á bragðið strax á 12. mínútu, og Davíð Þór bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé með þriggja mínútna millibili. Það var svo Atli Viðar sem innsiglaði sigurinn tæpum 20 mínútum fyrir leikslok.