Eyjólfur:„Mikil samkeppni um að komast í landsliðið“

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska landsliðsins. MorgunblaðiðSigurður Elvar

„Það var allt annar bragur á þessu en áður og gott veganesti fyrir næstu verkefni. Við fórum vel yfir það fyrir leikinn að menn væru stoltir af því að leika fyrir Ísland og létu það í ljós úti á vellinum. Það er mikil samkeppni um að komast í íslenska landsliðið og það var gaman að sjá hve menn lögðu sig fram í þessum leik,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Kanada í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert