Reynismenn unnu í fallslagnum - Fjarðabyggð dróst aftur úr

Leiknir og Reynir Sandgerði unnu bæði góða sigra í kvöld.
Leiknir og Reynir Sandgerði unnu bæði góða sigra í kvöld. mbl.is/Eggert

Reynir Sandgerði vann KA 2:1 í 18. umferð 1. deildar karla í kvöld, og skoraði varamaðurinn Jóhann Magni Jóhannsson sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að Reynismenn höfðu lent undir.

Fjarðabyggð dróst aftur úr í baráttunni um sæti í Landsbankadeildinni en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Leikni úr Breiðholtinu, fyrir austan. Helgi Jóhannsson skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir leikhlé.

ÍBV er nú sjö stigum á eftir Fjölni, sem er í þriðja sæti, en Eyjamenn lögðu Víking Ólafsvík 3:1 eftir að hafa verið 1:0 undir í leikhléi. Staðan var 1:1 á 76. mínútu þegar Víkingar misstu mann af leikvelli, og eftir það skoruðu Eyjamenn tvö mörk, þar af eitt úr vítaspyrnu.

Loks unnu Þórsarar sigur á Stjörnunni í miklum markaleik fyrir norðan. Lokatölur 4:2 og skoraði Ármann Ævarsson tvö marka Þórs, sem hefur þó enn ekki sagt skilið við botnbaráttuna

Staðan í 1. deild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert