Stórsigur Djurgården

Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården í sænsku knattspyrnunni, stýrði lærisveinum sínum í gær til stórsigurs gegn Helsingborg á útivelli. Djurgården sigraði 4:1 og trónir á toppi deildarinnar með 35 stig eftir tuttugu leiki. Forskotið er þó naumt en Elfsborg er aðeins stigi á eftir. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir Helsingborg en Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu hjá Djurgården.

Eyjólfur Héðinsson lék allan leikinn hjá GAIS sem tapaði 2:1 á útivelli fyrir Örebro. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi GAIS.

Gunnar Þór Gunnarsson kom inn á sem varamaður hjá Hammarby á 69. mínútu þegar liðið tapaði 2:1 á heimavelli fyrir AIK. Heiðar Geir Júlíusson var ekki í leikmannahópi Hammarby.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert