Þróttarar eru svo gott sem komnir upp í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2:2 jafntefli gegn Þór á Valbjarnarvelli í kvöld. Þrjú lið vinna sér sæti í efstu deild að ári vegna fjölgunar liða. Í fjórða sæti er ÍBV en Eyjamenn unnu Njarðvíkinga á útivelli í kvöld 3:1. Þeir eru níu stigum á eftir Þrótti en þrjár umferðir eru eftir og því níu stig í pottinum.
Víkingur vann Reyni Sandgerði 2:0 í Ólafsvík og tók þar með stökk frá fallsvæðinu en liðið er nú með 19 stig og skilur Reyni eftir í neðsta sæti með 15 stig. á Akureyri gerðu KA og Fjarðarbyggð 1:1 jafntefli og þar fór endanlega möguleiki Austfirðinga á því að komast upp í efstu deild en þeir eru níu stigum á eftir Fjölni sem er í þriðja sæti.