Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum gegn Spánverjum annað kvöld þar sem er ljóst er að Eiður Smári Guðjohnsen hefur leikinn á varamannabekknum. Hermann leikur á morgun sinn 72. landsleik og þetta verður sjötti landsleikurinn sem hann ber fyrirliðabandið.
Komi Arnar Þór Viðarsson við sögu í leiknum leikur hann sinn 50. landsleik og þá mun Árni Gautur Arason, markvörður, spila sinn 60. landsleik.