“Ég er ekki sáttur við eitt stig, við áttum að mínu mati að skora fleiri mörk og tryggja okkur sigur,” sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1:1-jafnteflið gegn Spánverjum. Þjálfarinn var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu.