Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu tilkynnti nú um hádegið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Spánverjum í Evrópukeppni landsliða sem hefst á Laugardalsvellinum klukkan 20 í kvöld.
Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada 22. ágúst. Árni Gautur Arason kemur aftur í markið fyrir Daða Lárusson, Arnar Þór Viðarsson kemur inn fyrir Brynjar Björn Gunnarsson sem er meiddur, og Kristján Örn Sigurðsson kemur inn fyrir Baldur Aðalsteinsson, en Grétar Rafn Steinsson færist þá framar og verður á hægri kantinum.
Þetta er reyndar nákvæmlega sama lið og stillt var upp í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag!
Liðið er þannig skipað:
Markvörður:
Árni Gautur Arason
Varnarmenn:
Kristján Örn Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Ívar Ingimarsson
Hermann Hreiðarsson
Miðjumenn:
Grétar Rafn Steinsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Kári Árnason
Arnar Þór Viðarsson
Emil Hallfreðsson
Framherji:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson