Heilbrigð skynsemi

Eiður Smári
Eiður Smári Brynjar Gauti

„Allar kenningar um að það hafi verið geymt eins lengi og hægt var með að tilkynna að Eiður Smári Guðjohnsen yrði ekki með gegn Spáni til að auka aðsókn á leikinn, eru úr lausu lofti gripnar. Það var einfaldlega heilbrigð skynsemi sem var látin ráða og endanleg ákvörðun um að hann yrði ekki með var tekin á leikdegi, laugardeginum, eftir mjög gott og náið samráð við yfirlækni Barcelona," sagði Sveinbjörn Brandsson, bæklunarlæknir og læknir íslenska landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær.

Á föstudagskvöld birtist frétt á vef Barcelona um að samið hefði verið um að Eiður yrði klár að spila í næstu viku, þ.e. þegar Ísland mætir Norður-Írlandi á miðvikudaginn. "Við vorum nokkurn veginn ásáttir um þetta, við Richard Pruna, læknir Barcelona, á föstudagskvöldið og Eyjólfur tók svo endanlega ákvörðun á laugardeginum um að nota Eið ekki í leiknum við Spán. Þar réð heilbrigð skynsemi," sagði Sveinbjörn.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins þar sem fjallað er ítarlega um landsleik Íslands og Spánar í máli og myndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert