Leikið með sorgarbönd gegn Norður-Írum

Ásgeirs Elíassonar verður minnst á landsleiknum á miðvikudaginn.
Ásgeirs Elíassonar verður minnst á landsleiknum á miðvikudaginn. mbl.is

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur með sorgarbönd þegar það mætir Norður-Írlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöldið. Ennfremur verður einnar mínútu þögn fyrir leikinn. Það er gert til að minnast Ásgeirs Elíassonar, sem lést í gær, en hann var landsliðsþjálfari Íslands frá 1991 til 1995, stjórnaði A-landsliði karla þann tíma, og var einnig þjálfari 21-árs landsliðsins frá 1992 til 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert