Þýskaland byrjar HM kvenna með látum

Það var mikil skrautsýning á vellinum í Shanghai fyrir opnunarleikinn …
Það var mikil skrautsýning á vellinum í Shanghai fyrir opnunarleikinn í dag. AP

Þýsku heimsmeistararnir í knattspyrnu kvenna hófu titilvörnina með miklum látum í Shanghai í Kína í dag, í opnunarleik HM 2007. Þýskaland rótburstaði lið Argentínu, 11:0, eftir að staðan var 5:0 í hálfleik.

Þær Birgit Prinz og Sandra Smisek skoruðu sína þrennuna hvor fyrir Þýskaland og Kerstin Garefrekes, Melaine Behringer og Renate Lingor skoruðu sitt markið hver, auk þess sem argentínska liðið skoraði tvö sjálfsmörk, fyrsta og síðasta mark leiksins.

England og Japan eru líka í A-riðlinum, auk þessara tveggja liða, og mætast á morgun, en þá verða einnig tveir leikir í B-riðli, Bandaríkin - Norður-Kórea og Nígería - Svíþjóð. Keppni í C- og D-riðlum hefst síðan á miðvikudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert