Ánægður með baráttuna og úrslitin

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Ragnar Sigurðsson fagna sigri íslenska liðsins.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Ragnar Sigurðsson fagna sigri íslenska liðsins. mbl.is/Árni

„Baráttan í liðinu var frábær í kvöld, gegn liði sem hefur spilað af miklu sjálfstrausti að undanförnu. Ég er kannski ekki ánægður með allt í leiknum sem slíkum en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu eftir að Ísland sigraði Norður-Írland, 2:1, í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld.

„Norður-Írar komu hingað staðráðnir í að bæta fyrir tapið gegn Lettum á dögunum en við stóðumst pressuna, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur eitt mark úr vítaspyrnu. Ég er mjög ánægður með varnarleik okkar en við hefðum getað útfært okkar sóknarleik betur," sagði Eyjólfur Sverrisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert