„Baráttan í liðinu var frábær í kvöld, gegn liði sem hefur spilað af miklu sjálfstrausti að undanförnu. Ég er kannski ekki ánægður með allt í leiknum sem slíkum en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu eftir að Ísland sigraði Norður-Írland, 2:1, í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld.
„Norður-Írar komu hingað staðráðnir í að bæta fyrir tapið gegn Lettum á dögunum en við stóðumst pressuna, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur eitt mark úr vítaspyrnu. Ég er mjög ánægður með varnarleik okkar en við hefðum getað útfært okkar sóknarleik betur," sagði Eyjólfur Sverrisson.