Það er meiriháttar fínt að vera kominn í fótboltann aftur og ég er ánægður með að hafa fengið að spreyta mig í 30-35 mínútur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsmaður eftir 2:1-sigurinn á N-Írum í kvöld. Það var mun mikilvægara að við náðum að sigra en hvort ég hafi fengið að spila eða ekki.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
„Við tileinkum Ásgeiri Elíassyni sigurinn enda var hann frábær þjálfari og einstök persóna. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og leikurinn var fyrir hann. Ég var alveg viss um að ég myndi ná að pota boltanum inn þegar sigurmarkið kom en Keith Gillespie kom við boltann á undan mér. Það skiptir mig engu máli fyrir mig að ég hafi ekki náð að bæta markametið í þessum leik. Það kemur að því að metið fellur,“ bætti Eiður við.
Hægt er að hlusta á brot úr viðtalinu við Eið með því að smella á hljóðskrá.
Nánar í Morgunblaðinu á morgun.