Góðar líkur eru á að Eiður Smári Guðjohnsen komi eitthvað við sögu í leiknum en ljóst er þó að hann muni ekki byrja inná að sögn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara.
Rúmlega 1.000 stuðningsmenn n-írska landsliðsins eru mættir til landsins til að hvetja sína menn og vonandi ná íslenskir áhorfendur að kveða þá í kútinn og hafa betur innan sem utan vallar en í gærkvöldi höfðu á bilinu 7-8 þúsund miðar selst. N-Írar hafa 16 stig í riðlinum og eru í toppbaráttunni en Íslendingar eru með fimm stig í næstneðsta sæti.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.