Kominn tími á sigur

Undirbúningur Íslenska landsliðið á æfingu fyrir leikinn gegn N-Írum.
Undirbúningur Íslenska landsliðið á æfingu fyrir leikinn gegn N-Írum. mbl.is/Brynjar Gauti
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is
Íslendingar etja kappi við N-Íra í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu á Laugardalsvelli klukkan 18.05 í kvöld. Eftir frábæra frammistöðu landsliðsins gegn Spánverjum um síðustu helgi þar sem þjóðirnar skildu jafnar, 1:1, vonast íslenska þjóðin eftir sigri á N-Írum en Íslendingar hafa ekki fagnað sigri í landsleik frá því þeir lögðu N-Íra, 0:3, í Belfast fyrir ári. Síðan þá hefur íslenska liðið leikið átta leiki án sigurs.

Góðar líkur eru á að Eiður Smári Guðjohnsen komi eitthvað við sögu í leiknum en ljóst er þó að hann muni ekki byrja inná að sögn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara.

Rúmlega 1.000 stuðningsmenn n-írska landsliðsins eru mættir til landsins til að hvetja sína menn og vonandi ná íslenskir áhorfendur að kveða þá í kútinn og hafa betur innan sem utan vallar en í gærkvöldi höfðu á bilinu 7-8 þúsund miðar selst. N-Írar hafa 16 stig í riðlinum og eru í toppbaráttunni en Íslendingar eru með fimm stig í næstneðsta sæti.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert