Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, og forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Í kjölfar undangenginnar umræðu um aðstöðu íþróttafréttamanna á Laugardalsvelli s.l. laugardag vilja KSÍ og SÍ koma eftirfarandi á framfæri.
KSÍ hefur ekki að öllu leyti lokið framkvæmdum við aðstöðu fréttamanna á Laugardalsvelli og harmar að aðstæður íþróttafréttamanna voru ekki eins og best verður á kosið en unnið verður að frekari endurbótum á næstunni. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að úr aðstöðu verði bætt eftir kostum fyrir leik Íslands og Norður Írlands síðar í dag. KSÍ og SÍ munu taka upp viðræður í framhaldinu um aðstöðu íþróttafréttamanna.
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna.