Þrjú lið að sameinast

Knattspyrnuliðin GAIS, Örgryte og Häcken, sem öll eru í Gautaborg í Svíþjóð, eru að undirbúa að sameinast og leika undir merkjum FC Gothia á næstu leiktíð. Forvígismenn félaganna hafa unnið að þessu í nokkurn tíma og hafa þeir meðal annars haft til hliðsjónar danska liðið FC Köbenhavn sem varð til eftir sameiningu KB og B1903 árið 1992. Í dag er Kaupmannahafnarliðið eitt besta félagsliðið á Norðurlöndum en það hefur hampað danska meistaratitlinum í fimm skipti á síðustu sjö árum og komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Heimavöllur þess er Parken, þjóðarleikvangur Dana.

Þrír Íslendingar leika með þessum félögum; Jóhann Birnir Guðmundsson og Eyjólfur Héðinsson eru á mála hjá GAIS og Ari Freyr Skúlason er hjá Häcken, sem sló KR-inga út í UEFA-keppninni í sumar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert