Eiður valinn í leikmannahóp Barcelona

Eiður Smári er í 18 manna leikmannahópi Barcelona.
Eiður Smári er í 18 manna leikmannahópi Barcelona. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen, sem í dag heldur upp á 29 ára afmæli sitt, var í dag valinn í 18 manna leikmannahóp Barcelona sem mætir Osasuna á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Eiður er í hópnum en eins og flestir vita er hann nýstiginn upp úr meiðslum.

Argentínumaðurinn Lionel Messi er meiddur og verður ekki með sem og Samuel Eto'o, Edmílson og Carles Puyol.

Táningurinn Bojan Krkic er í leikmannahóp Börsunga í fyrsta sinn en þessi 17 ára gamli framherji hefur þótt standa sig vel með vara- og unglingaliði félagins og lék vel með Spánverjum á heimsmeistaramóti 17 ára liða sem haldi var í S-Kóreu.

Leikmannahópur Barcelona er þannig skipaður: Valdés, Jorquera, Oleguer, Thuram, Milito, Sylvinho, Zambrotta, Abidal, Xavi, Deco, Iniesta, Touré, Gudjohnsen, Ezquerro, Giovani, Henry, Bojan, Ronaldinho.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert