Selfoss og KS/Leiftur í 1. deild

Sævar Þór Gíslason var á skotskónum í dag og skoraði …
Sævar Þór Gíslason var á skotskónum í dag og skoraði þrennu þegar Selfyssingar burstuðu Magna. Heimasíða Selfoss

Selfoss og KS/Leiftur tryggðu sér í dag sæti í 1. deildinni í knattspyrnu en lokaumferð 2. deildarinnar var leikin í dag. Haukar höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni og leika í 1. deild að ári ásamt Selfoss og KS/Leiftri. Það kom hins vegar hlut Sindra frá Höfn að falla í 3. deildina.

Selfoss burstaði Magna á útivelli, 4:1, þar sem Sævar Þór Gíslason skoraði þrennu, KS/Leiftur bar sigurorð af Völsungi, 3:0, Haukar og ÍR skildu jöfn, 3:3, ÍH vann Aftureldingu á útivelli 2:0 og Höttur lagði Sindra, 3:1.

Haukar hlutu 42 stig, Selfoss og KS/Leiftur hlutu bæði 36 stig og ÍR varð í fjórða sæti með 32 stig. Sindri féll með 10 stig en Magni slapp fyrir horn með 11 stig og ÍH með 13 stig.

Fimm lið koma upp í 2. deildina í stað Sindra en það eru Víðir, Grótta, Hvöt, Hamar og Tindastóll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert