Valur krýndur meistari í kvöld?

Margrét Lára Viðarsdóttir á möguleika á að bæta markamet sitt …
Margrét Lára Viðarsdóttir á möguleika á að bæta markamet sitt enn frekar. Árni Sæberg

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fer fram í dag. Valskonur verða öllu óbreyttu krýndar Íslandsmeistarar annað árið í röð en fyrir leiki dagsins er Valur með þriggja stiga forskot á KR og hefur að auki miklu betri markatölu.

Margrét Lára Viðarsdóttir á möguleika á að bæta markamet sitt sem hún setti fyrir helgina þegar hún skoraði tvö mörk gegn KR. Margrét Lára hefur skorað 35 mörk og verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að bæta fleiri mörkum í safnið en hún skoraði 34 mörk á síðustu leiktíð og bætti þar með 25 ára gamalt markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur.

Úrslitin á botninum eru ráðin en það kemur í hlut ÍR að falla en HK/Víkingur og Afturelding koma í Landsbankadeildina sem verður skipuð tíu liðum á næstu leiktíð.

Leikir dagsins hefjast allir klukkan 17.30 og eru:
Valur - Þór/KA
Keflavík - KR
ÍR - Stjarnan
Breiðablik - Fylkir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert