Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18. umferðar í Landsbankadeild kenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, Val, var valin besti þjálfarinn en undir hennar stjórn var Valur krýndur Íslandsmeistari annað árið í röð á mánudag.
Þá var valið lið umferða 13-18 sem lítur þannig út:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.
Varnarmenn: Alicia Wilson, KR, Ásta Árnadóttir, Val, Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.
Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR, Katrín Jónsdóttir, Val, Málfríður Sigurðardóttir, Val.
Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val, Olga Færseth, KR.
Þá fengu stuðningsmenn Vals verðlaun fyrir að skipa stuðningsmannahópinn. Verðlaunin voru 100.000 og rennur fjárhæðin til yngri flokka starf félagsins.