Margrét Lára besti leikmaðurinn

Margrét Lára í kunnuglegri stöðu gegn KR á dögunum.
Margrét Lára í kunnuglegri stöðu gegn KR á dögunum. Árni Sæberg

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18. umferðar í Landsbankadeild kenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, Val, var valin besti þjálfarinn en undir hennar stjórn var Valur krýndur Íslandsmeistari annað árið í röð á mánudag.

Þá var valið lið umferða 13-18 sem lítur þannig út:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.

Varnarmenn: Alicia Wilson, KR, Ásta Árnadóttir, Val, Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.

Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR, Katrín Jónsdóttir, Val, Málfríður Sigurðardóttir, Val.

Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val, Olga Færseth, KR.

Þá fengu stuðningsmenn Vals verðlaun fyrir að skipa stuðningsmannahópinn. Verðlaunin voru 100.000 og rennur fjárhæðin til yngri flokka starf félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert