Danir misstu af lestinni á HM í Kína

Tania leikmaður Brasilíu.
Tania leikmaður Brasilíu. Reuters

Það er ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kína. Pretinha tryggði Brasilíu, 1:0-sigur, gegn Dönum í dag með marki á 89. mínútu en Danir misstu þar með af tækifærinu að komast áfram í 8-liða úrslit en til þess þurfti liðið að vinna. Noregur heldur uppi merkjum Norðurlandanna það sem eftir er en liðið vann Ghana, 7:2, í dag í lokaumferð C-riðils.

Ragnhild Gulbrandsen skoraði þrennu fyrir Noreg en Lene Storlokken, Ane Stangeland Horpestad, Isabell Herlovsen og Lise Klaveness skoruðu eitt mark hver. Adjoa Bayor og Florence Okoe skoruðu mörk Ghana. Kanada og Ástralía skildu jöfn, 2:2. Þar skoraði Ástralía jöfnunarmarkið í uppbótartíma og tryggði liðið sér áframhaldandi þátttöku með því marki.

Í D-riðli vann Kína lið N-Sjálands, 2:0, en mörkin skoruðu Li Jie og Xie Caixia.

Leikirnir í 8-liða úrslitum eru þessir:

22. september:

Þýskaland - N.-Kórea.

Bandaríkin - Kína

23. september:

Noregur - Kína

Brasilía - Ástralía

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert